Stóragjá - Grjótagjá - Hverfjall - Dimmuborgir

Stóragjá - Grjótagjá - Hverfjall - Dimmuborgir   

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.

Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir

Gangan hefst við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Gengið eftir slóðum og stígum að mestu í hrauni en á köflum eru þeir grófir og ójafnir. Fararstjóri mun segja frá og vera með fræðslu um jarðfræði og fleira á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa.

Gengið þægilegan stíg upp á Hverfjall og eftir brúninni að suðurhlið gígsins og þar niður brattan stíg með lausum sandi og svo eftir stíg um hraunið inn í Dimmuborgir. Ef einhverjir þátttakendur vilja ekki fara upp á Hverfjall þá er greiðfær gönguleið meðfram fjallinu þar sem hægt er að hitta hópinn þegar hann kemur niður af fjallinu. Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall. Gott getur verið að hafa göngustafi og vera í góðum skóm. Selflytja þarf bíla.

Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall.

Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

 

Hér er hægt að skrá sig í ferðina Stóragjá-Grjótagjá-Hverfjall-Dimmuborgir

Skráning í ferð

Búnaður

 

Erfiðleikastig 2 skór: Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi
Göngustafir ef vill
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.