Siglufjarðarskarð. Fjallahjólaferð á rafhjóli  

Siglufjarðarskarð. Fjallahjólaferð á rafhjóli  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón M. Ragnarsson og Stefán Sigurðsson

Ekið til Siglufjarðar. Lagt af stað þaðan, hjólað inn Skarðsdal og upp gamla veginn upp í Siglufjarðarskarð. Þaðan er víðsýnt í góðu veðri allt vestur á Strandir. Síðan er hjólað niður í Fljótin og eftir þjóðveginum gegnum Strákagöng og til Siglufjarðar. Þeir sem eiga flutningsfestingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.

Vegalengd: 33 km. Hækkun samtals um 1000 m.

Verð: 6.200 / 7.700 kr. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

 

skráning í ferð

Búnaður

 

Nauðsynlegur búnaður í dagsferð á fjallahjóli t.d. rafhjólaferðir hjá FFA:
Hjól sem þið eruð vön
Hjálmur
Klæðnaður eftir veðri
Vindjakki nauðsynlegur og jafnvel vindbuxur
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Flugnanet
Stór drykkjarflaska og smá orku til að narta í t.d. orkustykki
Viðgerðarsett
Pumpa
Slanga
Vaselín
Hjólatöskur eða bakpoki
Sérútbúnaður sem gerir oft gæfumuninn en er ekki nauðsynlegur:
Hjólabuxur, hjólatreyja og hjólavettlingar