- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Brottför kl. 8:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Ásdís Skúladóttir og Birna Guðrún Baldursdóttir
Í bakgarðinum okkar hér á Akureyri er hinn ægifagri Glerárdalur með alla sína tinda og náttúrufegurð. Þangað er ferðinni heitið í skemmtilega og nærandi gönguferð sem felur í sér verkefni til sjálfsræktar, hugleiðslu, léttar jógaæfingar svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum ferðarinnar með opnum huga. Gist verður eina nótt í Lamba, skála FFA á Glerárdal þar sem er góð aðstaða. Myndir frá sams konar ferð 2024
1. d., laugardagur: Gengið ómerkta leið frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit upp Finnastaðadal og yfir skarðið austan Glerárdalshnjúks. Þaðan niður í Glerárdal sem leið liggur að Lamba, skála FFA.
Vegalengd: 12 km. Gönguhækkun: 900 - 1000 m.
Komum okkur fyrir í skálanum, borðum saman, hugleiðum og eigum notalega stund.
2. d., sunnudagur: Gengið er frá Lamba niður að Glerá sem þarf að vaða. Þaðan er gengið að Tröllunum sem eru sérkennilegir berggangar austan í Tröllafjalli. Þá er gengið að vatninu, Tröllaspegli þar sem verður áð og hugleitt ef veður leyfir.
Frá vatninu verður gengið niður Lægðina að Glerá, áfram eftir vesturbakka árinnar að Fremri Lambá og Heimari Lambá að stíflunni í Glerárdal. Ferðinni líkur svo við bílastæðið vestan ár.
Vegalengd 12 - 13 km. Gönguhækkun: 400 m.
Gert ráð fyrir því að koma til Akureyrar seinni part dags.
Verð: 16.500 / 19.500 kr. Innifalið: Fararstjórn og gisting í eina nótt. Hámarksfjöldi 14 manns.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka.
Sameiginlegur kvöld- og morgunverður sem greiðist sérstaklega. Fararstjórar sjá um að kaupa inn og elda.
Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.
Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Göngustafir ef vill
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar
Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur
Kort, áttaviti, GPS tæki