Náttúruskoðun í fögru umhverfi Öxnadals

Náttúruskoðun í fögru umhverfi Öxnadals

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Brynhildur Bjarnadóttir
Ekið að Hrauni í Öxnadal þar sem gangan hefst. Gengið verður á Halllok í Öxnadal (998 m) þaðan er stórkostlegt útsýni til suðurs að Hraundranga. Á bakaleiðinni liggur leiðin um Einbúaskál og Draugadal að Hraunsvatni og áfram til baka niður að bænum Hrauni. Farið verður rólega yfir og áherslan verður á að njóta og skoða náttúru þessa stórbrotna svæðis. Á leiðinni horfum við í kringum okkur eftir blómum og ræðum náttúrufar svæðisins, auk þess sem andi Jónasar Hallgrímssonar mun svífa yfir vötnum.
Vegalengd 13-14 km. Gönguhækkun 850 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Búnaðarlisti

Skráning