- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Lagt af stað frá Dalvíkurkirkju. Gengið upp með fallegu gljúfri sem þarna er og eftir vegslóða. Fallegt útsýni er inn í dalinn sem heitir tveimur nöfnum, Upsadalur þeim megin sem við stöndum en Böggvisstaðadalur hinum megin við ána. Áfram er haldið og gengið upp Melrakkadal. Sama leið farin til baka. Ef snjór verður þá er ferðin eitthvað erfiðari og gott að hafa brodda.
Vegalengd: 5 km. Gönguhækkun: 340 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.