- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Kerling -sjö tinda ferð 1538 m.
Brottför kl. 8 á einkabílum og með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Einar Bjarki Sigurjónsson og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Ekið að Finnastöðum og gengið þaðan á Kerlingu hæsta fjall í byggð á Íslandi og síðan norður eftir tindunum; Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1143 m) og niður í Glerárdal. Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m. Nauðsynlegt er að hafa brodda meðferðis (mælt er með alvöru jöklabroddum en keðjubroddar gætu dugað) og klæða sig eftir veðri. ATH takmarkaður fjöldi.
Verð: 5.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.