Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja

Herðubreiðarlindir - Bræðrafell - Askja 

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist

Myndir frá 2022
Myndir frá 2024
Umsagnir

Ekið með rútu í Herðubreiðarlindir. Gist er í skálum FFA við Bræðrafell og Drekagil. Bera þarf farangur til þriggja daga og því mikilvægt að huga að því sem tekið er með. Hægt er að skilja vistir og farangur eftir hjá skálavörðum í Herðubreiðarlindum, farangur sem nota á þegar í Dreka kemur, skálavörður sér um að koma honum í Dreka áður en hópurinn kemur þangað. Svæðið sem farið er um státar af sérkennilegum og fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst mikilli kyrrð. Nálægðin við Herðubreið hefur líka sín áhrif.

1.d., sunnudagur: Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar. Taka þarf með vatn til dagsins.
Vegalengd: 19 km.
2.d., mánudagur: Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála aðra nótt.
Vegalengd: 8-12 km.
3.d., þriðjudagur: Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil. Gist í skála FFA við Drekagil.
Vegalengd: 21-22 km.
4.d., miðvikudagur: Gengið frá Drekagili yfir Dyngjufjöll að Öskju. Ekið heim um kvöldið.

Vegalengd: 10 - 11 km.

Hámarksfjöldi 15 manns. Fararstjóri verður í sambandi við þátttakendur nokkru fyrir brottför varðandi útbúnað og fleira.

Verð: 69.500 / 74.500 kr. Innifalið: Rúta, gisting í þrjár nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 10.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu fyrirfram, 10 dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.

Skráning í ferð

 

skráning Í Ferð

Búnaður

 

Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.

Viðbót við grunn-búnaðarlista fyrir 3 - 4 skó. Sjá grunnlista hér:

ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf

Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta krefjandi aðstæðum utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoka: Stærri bakpoka ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoka. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Svefnpoki (og lítinn kodda)
Inniskó ef gist er í fjallaskálum
Auka fatnað: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Mat og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)