Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja

Herðubreiðarlindir - Bræðrafell - Askja 

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist

Ekið með rútu í Herðubreiðarlindir. Gist er í skálum FFA við Bræðrafell og Drekagil. Bera þarf allan farangur og því mikilvægt að huga að því sem tekið er með. Svæðið sem farið er um státar af sérkennilegum og fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst mikilli kyrrð. Nálægðin við Herðubreið hefur líka sín áhrif.

1.d., sunnudagur: Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar. Taka þarf með vatn til dagsins.
Vegalengd: 19 km.
2.d., mánudagur: Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála aðra nótt.
Vegalengd: 8-12 km.
3.d., þriðjudagur: Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil. Gist í skála FFA við Drekagil.
Vegalengd: 21-22 km.
4.d., miðvikudagur: Gengið frá Drekagili yfir Dyngjufjöll að Öskju. Ekið heim um kvöldið.

Vegalengd: 10 - 11 km.

Hámarksfjöldi 15 manns.

Verð: 69.500 / 74.500 kr. Innifalið: Rúta, gisting í þrjár nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 10.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu fyrirfram, 10 dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.

skráning Í Ferð

Búnaðarlisti