Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell

Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell  

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist og Silja Þ. Arnfinnsdóttir

Um er að ræða þriggja daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar. Gist verður í skálunum Berglandi og Laugafelli.
1. d., föstudagur: Hólsgerði - Bergland
Ekið að Hólsgerði og skíðin spennt á gönguhópinn. Gist í Berglandi.
Vegalengd: 15 km. Hækkun: 840 m.
2. d., laugardagur: Bergland - Laugafell
Ef veður er gott þá verður gengið um Sesseljubæ í Geldingsárdrögum á leiðinni í Laugafell. Laugin í Laugafelli bíður ylvolg eftir lúnum göngumönnum. Gist í Laugafelli.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun óveruleg.
3. d., sunnudagur: Laugafell - Hólsgerði
Stefnt á að vera komin að fremsta bæ í Eyjafirði fyrir myrkur.
Vegalengd: 35 km, töluvert undan fæti í lok dags.

Hámarksfjöldi 10 manns. Fararstjóri verður í sambandi við þátttakendur nokkru fyrir brottför varðandi útbúnað og fleira.

Verð: 23.000 / 28.000 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.
Þessi ferð greiðist við brottför.

Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.

skráning í ferð

búnaðarlisti