Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell

Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell  

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist og Silja Þ. Arnfinnsdóttir

Um er að ræða þriggja daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar. Gist verður í skálunum Berglandi og Laugafelli.
1. d., föstudagur: Hólsgerði - Bergland
Ekið að Hólsgerði og skíðin spennt á gönguhópinn. Gist í Berglandi.
Vegalengd: 15 km. Hækkun: 840 m.
2. d., laugardagur: Bergland - Laugafell
Ef veður er gott þá verður gengið um Sesseljubæ í Geldingsárdrögum á leiðinni í Laugafell. Laugin í Laugafelli bíður ylvolg eftir lúnum göngumönnum. Gist í Laugafelli.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun óveruleg.
3. d., sunnudagur: Laugafell - Hólsgerði
Stefnt á að vera komin að fremsta bæ í Eyjafirði fyrir myrkur.
Vegalengd: 35 km, töluvert undan fæti í lok dags.

Hámarksfjöldi 10 manns. Fararstjóri verður í sambandi við þátttakendur nokkru fyrir brottför varðandi útbúnað og fleira.

Verð: 23.000 / 28.000 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.
Þessi ferð greiðist við brottför.

Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.

Skráning í ferð

 

Hér er hægt að skrá sig í Helgarferð: Skíðaganga í Laugafell

skráning í ferð

Búnaður

 

Erfiðleikastig 4 skór: Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Viðbót við grunn-búnaðarlista fyrir 3 - 4 skó. Sjá grunnlista hér:

ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf

Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta krefjandi aðstæðum utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoka: Stærri bakpoka ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoka. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Svefnpoki (og lítinn kodda)
Inniskó ef gist er í fjallaskálum
Auka fatnað: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Mat og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)

Í vetrarferðir (göngu- eða skíðaferðum) þarf auk grunnbúnaðar:
Utanbrautarskíði með stálköntum (skinn á skíðin)
Hlífðargleraugu
Jöklabrodda og ísexi ef leið liggur um brattlendi. Fararstjóri lætur vita ef hana þarf
Hlýrri fatnað en að jafnaði í sumarferðum: Ullarnærföt, ullarhúfu, ullarvettlinga og vindhelt ysta lag (buxur, jakki og lúffur) eru nauðsynlegur búnaður
Orkumikið nesti og nóg að drekka (heitt og kalt í ílátum sem ekki frýs í)