- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist
Um er að ræða þriggja daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar. Gist verður í skálunum Berglandi og Laugafelli.
1. d., föstudagur: Hólsgerði - Bergland
Ekið að Hólsgerði og skíðin spennt á gönguhópinn. Gist í Berglandi.
Vegalengd: 15 km. Hækkun: 840 m.
2. d., laugardagur: Bergland - Laugafell
Ef veður er gott þá verður gengið um Sesseljubæ í Geldingsárdrögum á leiðinni í Laugafell. Laugin í Laugafelli bíður ylvolg eftir lúnum göngumönnum. Gist í Laugafelli.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun óveruleg.
3. d., sunnudagur: Laugafell - Hólsgerði
Stefnt á að vera komin að fremsta bæ í Eyjafirði fyrir myrkur.
Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.
Vegalengd: 35 km, töluvert undan fæti í lok dags.
Verð: 23.000/28.000 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.
Þessi ferð greiðist við brottför.