- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Brottför kl. 17 á einkabílum (góðum jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Selma S. Malmquist og Logi Geir Harðarson
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið Herðubreið (1682 m). Gist í skála FFA við Drekagil eða í tjaldi. Nauðsynlegt að vera á jeppum sem komast að uppgöngunni á Herðubreið. Hægt er að sameinast í bíla og því gott að vita ef einhverjir geta tekið farþega.
Hjálmur er nauðsynlegur öryggisbúnaður auk þess þarf að hafa með jöklabrodda og ísöxi til öryggis.
1.d., föstudagur: Lagt af stað frá Akureyri kl. 17. Ekið í Drekagil, gist þar. Kvöldrölt um svæðið ef vill.
2.d., laugardagur: Gengið á Herðubreið. Gist aftur í Drekagili.
3.d., sunnudagur: Heimferð. Margt er að sjá í Drekagili og fólki gefst tækifæri til að skoða sig um á svæðinu
áður en haldið er heim. Gert er ráð fyrir að koma til Akureyrar seinnipart dags.
Gangan á Herðubreið er stutt (6 km upp og niður) og brött (1000 m hækkun). Sjálf gangan getur tekið 6 - 7 klst.
Fararstjóri verður í sambandi við þátttakendur nokkru fyrir brottför varðandi útbúnað og fleira.
Verð: Í skála 21.000 / 26.000 kr. Í tjaldi 15.500 / 18.500 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.
Stefnt er að því að hafa örnámskeið í notkun jöklabrodda og ísaxa í vetur.
Skráning í ferð
Búnaður
Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
Viðbót við grunn-búnaðarlista fyrir 3 - 4 skó. Sjá grunnlista hér:
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf
Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta krefjandi aðstæðum utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoka: Stærri bakpoka ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoka. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Svefnpoki (og lítinn kodda)
Inniskó ef gist er í fjallaskálum
Auka fatnað: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Mat og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)