Hegranesviti í Skagafirði

Hegranesviti í Skagafirði   

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir

Ekið sem leið liggur til Skagafjarðar og út Blönduhlíðina að ósi Héraðsvatna. Gangan hefst við minnismerkið um Jón Ósmann ferjumann og þar verður sagan um hann rifjuð upp. Gengið meðfram ströndinni, flatt og þægilegt gönguland. Úti við Hegranesvita er gott útsýni í björtu veðri. Vegalengd: 6 - 7 km. Gönguhækkun: Engin.
Þeir sem vilja geta farið í sund á Hofsósi eftir gönguna. Gaman að stoppa við Kotagil annað hvort á leiðinni vestur eða á heimleið.

Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Ef einhverjir vilja mæta beint á upphafsstað. Þá þarf bara að vera í sambandi við skrifstofu FFA um það.

SKRÁNING Í FERÐ

Búnaðarlisti