Gönguvika: Fossaferð: Myrkárgil í Hörgárdal

Fossaferð-kvöldferð: Myrkárgil í Hörgárdal  

Föstudagur:
Brottför kl. 18
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson

Við ætlum að hita upp fyrir gönguvikuna með þessari kvöldferð séra Svavars.
Svavar leiðir þátttakendur um Myrkárgil í Hörgárdal. Þar er m.a. hægt að sjá Kálfafoss, Byrgisfoss og Geirufoss.
Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.
Gert er ráð fyrir að koma til baka um kl. 21.

Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð

 

skráning í ferð

Búnaður

 

Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff