- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
21. júní. Sumarsólstöður á Þengilhöfða -aflýst
Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Roar Kvam
Ekið á einkabílum til Grenivíkur þar sem gangan hefst og er gengið eftir götuslóða upp á höfðann. Ferð við flestra hæfi. Vegalengd alls 4 km. Gönguhækkun 260 m.
Þátttaka ókeypis.
22. júní. Skjaldarvík - Gásir -aflýst
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Vigfússon
Gengið er frá Skjaldarvík meðfram fallegri strönd Eyjafjarðar að Hörgárósum þar sem Gáseyri skagar út í sjóinn. Misjafnt gönguland, fjara, tún, slóðar og gróið land. Gásir við Eyjafjörð var verslunarstaður á miðöldum og má sjá þar friðlýstar fornleifar. Gengið um svæðið, rýnt í söguna og ummerki fornrar byggðar skoðuð. Vegalengd um 7 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
23. júní. Kræðufell. Sólstöðuganga -aflýst
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Roar Kvam
Gengið er á fjallið frá bílastæðinu á Víkurskarði og er þá fylgt stikaðri leið á Ystuvíkurfjall þar sem sveigt er til norðurs, stefnt á Kræðufell. Af fjallinu er mjög gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. Vegalengd alls um 12 km. Gönguhækkun 400 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
24. júní. Jónsmessuganga á Múlakollu -aflýst
Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár. Geysimikið útsýni til allra átta er af hátindi kollunnar. Vegalengd 8 km. Gönguhækkun 930 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.