Gönguvika: Ganga og jóga í Leyningshólum -aflýst

Gönguvika: Ganga og jóga í Leyningshólum

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingileif Ástvaldsdóttir.
Ekið upp á hólabrúnina í mynni Villingadals og gengið þaðan eftir vegi og stígum um hólana. Þátttakendur nota skilningarvitin til að dýpka upplifun sína af náttúrunni. Gangan fer að mestu fram í kyrrð þar sem tækifæri er veitt til að rækta sál og líkama í fallegri náttúru Eyjafjarðar með því að staldra við á göngunni til að gera nokkrar jógastöður undir berum himni. Létt ganga og ferð við flestra hæfi.
Þátttaka ókeypis.

Búnaðarlisti