Gerðahnjúkur-Skessuhryggur-Blámannshattur

Gerðahnjúkur - Skessuhryggur - Blámannshattur 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson
Ekið að bænum Grund í Höfðahverfi þar sem fjallgangan hefst. Gengið er upp Grundarhnjúk, þaðan á Gerðahnjúk og út á Skessuhrygg þar sem er feikimikið útsýni. Þaðan er stutt á Blámannshatt. Af hábungu fjallsins (1215 m) er stefnan tekin á Benediktskamb og þaðan að upphafsstað göngunnar. Mikil fjalla-hringleið. Vegalengd 13 km. Gönguhækkun 1300 m.
Allir þátttakendur þurfa að hafa meðferðis alvöru brodda og ísexi. 
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Skráning