- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottör kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Gengið meðfram Svarfaðardalsá um Friðland Svarfdæla. Í Friðlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf og auðvelt að skoða fuglana t.d. úr fuglaskoðunarhúsi við Tjarnartjörn. Þægileg ganga á stígum og slóðum. Hægt er að koma við í Hánefsstaðareit þar sem gaman er að rölta um í kyrrðinni, setjast á útsýnisstað við ána og virða fyrir sér fjöll, fugla og aðrar dásemdir Friðlandsins. Fararstjóri tekur ákvörðun um hvar ferðin endar.
Vegalengd: 5 - 7 km. Gönguhækkun: Engin.
Þátttaka ókeypis