Gönguvika: Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði. Laufásstrandarfjöllin

Gönguvika: Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði. Laufásstrandarfjöllin   

Jónsmessuganga, kvöldferð

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir

Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall og norður á Kræðufell, þaðan niður í Fagrabæjargil (bratt og skriður) og upp á Dýrðarnípu yfir á Dýrðarbungu og endað á Laufáshnjúk. Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs og að kvöldlagi á þessum árstíma er von á fallegu sólarlagi. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.

Vegalengd: 11 - 12 km. Gönguhækkun: 1000 m.

Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

 

Skráning í ferð

Búnaður

 

Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.

ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Göngustafir ef vill
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar
Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur
Kort, áttaviti, GPS tæki