Ferð í Flatey á Skjálfanda

Ferð í Flatey á Skjálfanda   

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Margrét Kristín Jónsdóttir

Ekið til Húsavíkur, siglt þaðan með Norðursiglingu út í Flatey. Siglingin og tekur um tvær klukkustundir. Náttúra og mannvirki eyjunnar skoðuð undir leiðsögn. Boðið verður upp á kaffi/kakó/te í Bjarmaskúr í lok göngu. Áætlaður tími í eyjunni um 2 - 3 klst. Siglt til baka til Húsavíkur seinnipartinn. Stoppað við Gatanöf á heimleiðinni fyrir þá sem vilja.

Verð: 23.000 / 26.000 kr. Innifalið: Sigling, hlýir gallar, kakó og snúðar um borð, fararstjórn, leiðsögn um eyna og kaffi/kakó/te.
Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.

skráning í ferð

Búnaðarlisti