Búrfellshraun og nágrenni   

Búrfellshraun og nágrenni   

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson

Lagt verður af stað frá Jarðböðunum og einnig endað þar. Ekið á nokkrum bílum þaðan austur fyrir Námafjall þar sem gangan hefst, gengið að Jarðböðunum og bílar svo sóttir. Gengið um hraun og sanda. Á leiðinni verða einkum skoðaðar hraunmyndanir og gígar á svæði sem mjög fáir fara um.

Vegalengd: 13 - 15 km. Gönguhækkun óveruleg, engar verulegar brekkur.

Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

skráning í ferð

búnaðarlisti