Búrfell í Mývatnssveit

Búrfell í Mývatnssveit   

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Jeppar (óbreyttir) eru nauðsynlegir frá Hverfjalli
Fararstjórn:  Þóroddur F. Þóroddsson og/eða Stefán Jakobsson

Ekið að Hverfjalli, lagt af stað þaðan kl. 9:30. Ekið suður með Lúdentsborgum og austur fyrir Hvannfell. Gengið frá Hvannfelli um slétt helluhraun (komið við hjá Lofthelli) og austur með rótum Búrfells að sunnan. Ganga á Búrfell upp brattar skriður, upp í gegnum hraunhaft í fjallsbrúninni og á hátindinn. Sama leið farin til baka. Á bakaleið er gengið um helluhraun, suður fyrir Sauðahnjúk og norður með Hvannfelli að bílastæði.

Vegalengd: 14 - 15 km. Gönguhækkun og lækkun um 600 m.

Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

skráning í ferð

búnaðarlisti