Bryðjuskál í Staðarbyggðarfjalli

Bryðjuskál í Staðarbyggðarfjalli skorskor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson 
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Tími: 3-4 klst.
Bryðja var tröllkerling sem átti heima í Bryðjuskál í fjallinu fyrir ofan Munkaþverá.
Gengið er upp frá bænum Sigtúnum um gróið land, upp með Smáragili þar sem má sjá fossaröð, þar á meðal Silfurfoss. Ferðin er nokkuð á fótinn en hækkunin er aðeins 270m. Farið verður rólega til að njóta ferðarinnar.

Skráning