- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir og Hjörvar Jóhannesson
Ekið er fram Eyjafjörð að austanverðu að Öngulsstöðum. Þar er beygt til vinstri og ekið eftir malarvegi að bílastæði við sumarbústað. Gengið er eftir stikaðri leið að vörðunni á Haus sem er fyrsti áfanginn þegar gengið er á Staðarbyggðarfjall. Gangan er nokkuð á fótinn en greiðfær. Þaðan er frábært útsýni og gaman að njóta með börnum á fallegu sumarkvöldi.
Vegalengd er um 3,3 km. Gönguhækkun 270 m.
Þátttaka ókeypis.