Barna- og fjölskylduferð. Ævintýraferð í Botna

Ævintýraferð í Botna

16. - 17. ágúst, laugardagur og sunnudagur

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir, Sunna og Ragnheiður Ragnarsdætur

Ekið í Svartárkot í Bárðardal. Þaðan er gengið eftir bílslóða í Suðurárbotna í skálann Botna þar sem verður gist eina nótt. Daginn eftir er gengið til baka sömu leið í Svartárkot. Í Suðurárbotnum er ævintýralegt umhverfi með mörgum litlum tjörnum. Þó leiðin sé nokkuð löng er hún auðveld yfirferðar. Hér eru upplýsingar um skálann.

Í ferðinni verður m.a. komið við í Botnakofa. Svæðið er stórfenglegt og státar m.a. af silfurtærum lindum. 

Vegalengd: 15 - 16 km hvor leið. Gönguhækkun lítil

Verð: 4.500 / 6.500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Innifalið: Gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn og fararstjórn.

Skráning í ferð

 

skráning Í Ferð

Búnaðarlisti

 

Sjá grunnlista hér
ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf

Í lengri ferðir (1 - 4 dagar) þarf auk grunnbúnaðar:
Gönguskór sem henta aðstæðum og veita góðan stuðning
Bakpoki: Stærri bakpoki ef gengið er með allt á bakinu annars dagspoki. Bakpokinn þarf að vera með bakpokahlíf
Inniskór ef gist er í fjallaskálum
Svefnpoki (og lítill koddi)
Fatnaður sem bæta þarf við: Nærföt til skiptanna, sokkar, millilag og auka föt ef fólk blotnar
Lítið viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri)
Nauðsynlegar snyrtivörur og eyrnatappa
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Matur og hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)
Kort, áttaviti, GPS tæki