- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
16. - 17. ágúst, laugardagur og sunnudagur
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir, Sunna og Ragnheiður Ragnarsdætur
Ekið í Svartárkot í Bárðardal. Þaðan er gengið eftir bílslóða í Suðurárbotna í skálann Botna þar sem verður gist eina nótt. Daginn eftir er gengið til baka sömu leið í Svartárkot. Í Suðurárbotnum er ævintýralegt umhverfi með mörgum litlum tjörnum. Þó leiðin sé nokkuð löng er hún auðveld yfirferðar. Hér eru upplýsingar um skálann.
Vegalengd: 15 - 16 km hvor leið. Gönguhækkun lítil
Verð: 4.500 / 6.500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Innifalið: Gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn og fararstjórn.