Barðshyrna í Fljótum

Barðshyrna í Fljótum  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Steinunn Þórisdóttir

Fjallið Barðshyrna einnig nefnd Barð skiptir Fljótum í tvennt, nyrst heitir það Barð en sunnar Brekkufjall. Gangan á fjallið hefst í mynni Brunnárdals. Kindaslóðum er fylgt fyrsta spölinn inn á dalinn. Hvergi er verulega bratt. Útsýni af toppnum er mikilfenglegt m.a. yfir Siglufjarðarfjöll, Fljótin og Stífluvatn til austurs. Til vesturs og suðvesturs sést fram Brunnárdal, til Flókadals og fjölmargra fjalla ofan hans. Sama leið farin til baka.

Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun: 700 m.

Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

 

SKRÁNING Í FERÐ

Búnaður

 

Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.

Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi
Göngustafir ef vill
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.