Barðshyrna í Fljótum

Barðshyrna í Fljótum  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Steinunn Þórisdóttir

Fjallið Barðshyrna einnig nefnd Barð skiptir Fljótum í tvennt, nyrst heitir það Barð en sunnar Brekkufjall. Gangan á fjallið hefst í mynni Brunnárdals. Kindaslóðum er fylgt fyrsta spölinn inn á dalinn. Hvergi er verulega bratt. Útsýni af toppnum er mikilfenglegt m.a. yfir Siglufjarðarfjöll, Fljótin og Stífluvatn til austurs. Til vesturs og suðvesturs sést fram Brunnárdal, til Flókadals og fjölmargra fjalla ofan hans. Sama leið farin til baka.

Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun: 700 m.

Verð: 3.700 / 5.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

SKRÁNING Í FERÐ

Búnaðarlisti