- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Gangan hefst við bílastæðið neðan við Kaupang. Gengið að gömlu brúnni yfir Eyjafjarðará og meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Gengið um eyðibýlið Kaupangsbakka og sagðar sögur af svæðinu. Þægilegum slóða fylgt meðfram ánni allt að brúnni við Hrafnagil. Á þessum tíma ættu að vera fallegir haustlitir hvarvetna. Selflytja þarf bíla milli Kaupangs og brúarinnar við Hrafnagil.
Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: Óveruleg.
Þátttaka ókeypis
Skráning í ferð
Búnaður
Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.
Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:
Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.
Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf
Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt
Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt
Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)
Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff