- 14 stk.
- 23.06.2010
20100618 Helgina 18.-20. júní var Bræðrafellsskálinn gerður klár fyrir sumarið og málaður í leiðinni í nýjum litum. Tók hann sig vel út þannig eins og myndirnar bera með sér. Umgengni var með ágætum og notalegt að gista tvær nætur í skálanum. Okkur taldist til að 43 hefðu skráð sig í gestabókina í 20 heimsóknum. Veðrið lék við okkur og ekki amalegt að ganga yfir hraunið til Bræðrafells um miðnætti á föstudagskvöld í sólskini og hátt í 20 stiga hita! Í ferðina fóru átta manns á tveimur bílum. Gerðar voru smá breytingar á slóðinni að uppgöngunni að Herðubreið að frumkvæði Hreins Skagfjörð og með samþykki þar til bærra yfirvalda. Er nú unnt að komast þangað akandi án þess að klöngrast hraunið nema að litlu leyti.
F.h. Bræðrafellsnefndar
Hjalti Jóhannesson,