- 6 stk.
- 21.06.2009
Farin var árleg vor-vinnuferð í skálann Lamba á Glerárdal helgina 19.-20. júní 2009. Skipt var um klæðningu innan á austurvegg skálans og hann málaður og þrifinn að utan sem innan. Skálinn er nú í góðu ásigkomulagi og gönguleiðin inn Glerárdal að austan (sunnan) um göngubrúna á Fremri-Lambá að verða þurr. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.