- 9 stk.
- 04.04.2008
Á pálmasunnudag 16. mars 2008 var farið með brúarefni að Fremri-Lambá á Glerárdal og einnig var farið með krossvið og steinolíu í Lamba. Farið var á snjóbíl sem björgunarsveitin Súlur á. Einnig voru vaskir snjósleðamenn með í för til að finna bestu leiðina. Farið var um Fálkafell og fram Bungur vestan undir Súlum fram að Fremri-Lambá. Þaðan var farið yfir gil Fremri-Lambár að skálanum Lamba. Heim var haldið sömu leið. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og svalt. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.