- 5 stk.
- 24.04.2021
Gengið inn og upp Skútudal að fjallshryggnum sem skilur að Skútudal og Hólsdal. Tekin var nestispása undir uppgönguskarðinu. Haldið rakleiðis til austurs skammt frá Presthnjúk og eftir hryggnum áleiðis í Hólsskarð. Skíði með stálköntum voru nauðsynleg. Af hryggnum var gott útsýni til margra tinda á utanverðum Tröllaskaga. Frá skarðinu var ágætis rennsli, en nokkuð hart í byrjun, niður í botn Ámárdals. Eftir stutt stopp í dalbotninum var gengið áleiðis í skarðið milli Ámárhyrnanna fremri og efri. Haldið var hæðinni í botni Héðinsfjarðar eftir hefðbundinni leið og stefnt á Möðruvallahálsinn. Af hálsinum var gott rennsli og færi niður að hól ofarlega í botni Skeggjabrekkudals og þar var áð. Að lokum renndi hópurinn sér niður dalinn norðan megin Garðsár í átt að Golfskálanum. Farið var yfir tvö stór snjóflóð sem fallið höfðu nokkrum dögum áður. Fararstjóri var Björn Z Ásgrímsson hann tók myndirnar.