- 20 stk.
- 14.06.2018
Ferðafélag Akureyrar fór í Fossdal 9. júní. 30 manna hópur lagði af stað frá Kleifum í björtu og góðu veðri. Þægileg gönguleið, fyrir utan Flyðrubekkjargilið, um grónar götur að vitanum á Sauðhólsmel og þaðan var gengið inn Fossdalinn. Hvanndalabjargið, hæsta standberg í sjó fram á Íslandi, blasti við og hömrum girtur Fossdalurinn var tignarlegur. Fararstjóri, Helga Guðnadóttir.