- 2 stk.
- 12.11.2017
Gengið var á Fjall mánaðarins, Þingmannahnjúk, og lagt af stað um 10 - leytið og keyrt að Eyrarlandsafleggjara þar sem bílnum var lagt.
Veður var frekar þungbúið og smá snjómugga í hægviðri. Göngufæri var ekki upp á það besta, nýr snjór í lautum og lækjum. Af hnjúknum sást
sæmilega til miðbæjarins en tæplega mikið lengra. Þáttakendur voru alls 3 að fararstjóra meðtöldum sem var Grétar Grímsson.