- 35 stk.
- 16.09.2017
Gengið umhverfis Héðinsfjarðarvatn.
Ekið var frá Akureyri kl. 9 og ekið gegnum Dalvík Ólafsfjarðargöng, Ólafsfjörð og Héðinsfjarðargöng til Héðinsfjarðar. Gengið var út með vatninu að vestan um Lindir og Hesteyri yfir eyðið milli vatnsins og sjávar. Síðan var vaðið yfir Héðinsfjarðará og gengið út í Vík þar sem var stoppað og fengið sér að borða. Veður hafði verið hið besta smá úði sem þornaði jafn óðum í sunnan þei og 18 stiga hita. En brátt fór að rigna sem jókst eftir sem á leið og þegar við komum að bílunum var komin úrhellis rigning og flestir ornir vel blautir. Mjög miklar og góðar upplýsingar má fá eftir Helga Guðmundsson um eyðibyggðirnar farna norður frá á vefnum. http://snokur.is/hedinsfjordur-hedinsfjordur.html
Fararstjóri var Frímann Guðmundsson sem tók myndirnar.