- 17 stk.
- 28.08.2017
FFA efndi til ferðar á Gullveginn yfir Mývatnsheiði og Fljótsheiði laugardaginn 26. ágúst 2017. Gengið var frá Helluvaði vestur yfir Helluvaðsgrófir og Óþveginslæk í Laugasel. Þaðan var gengið um Stafnsholt í Brenniás. Loks var gengið norður milli Kálfatjarna og eftir Stóraási í Arndísarstaði í Bárðardal. Veðrið var frábært og heiðarnar skörtuðu fyrstu haustlitunum. Við gengum um 24 km á rúmum 8 klst. Þátttakendur voru alls 20, að fararstjóra meðtöldum. Fararstjóri og ljósmyndari: Ingvar Teitsson.