- 42 stk.
- 21.08.2017
Gengið var á Kerlingu í Eyjafirði, 1538 m, frá Finnastöðum og svo norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu. Endað í Glerárdal við Heimari Hlífá. Bjart var í fyrstu en fljótlega fór þokan að slæðast að. Þegar komið var upp í Heimari Lambárbotna kom í ljós að margar sprungur voru og þurfti að fara varlega. Snjórinn var ekki fær svo brölt var upp á Kerlinguna eftir skriðum og klungri sem var laust svo lítið mátti hreyfa við steinum svo þeir færu á stað og settu þá í hættu sem á eftir fóru. Sól var á hátoppnum og gott veður allan tíman. Niðurferðin var líka seinfarin því fara þurfti Röðulinn með lausu grjóti og klungri. Allt gekk þetta þó slysalaust og var komið á leiðarenda um kl. tíu um kvöldið. Fararstjórar Árni Ingólfsson og Frímann Guðmundsson sem tók myndirnar.