- 18 stk.
- 02.08.2017
FFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 28. júlí - 1. ágúst 2017. Ekið var að Drekagili og gist þar í 2 nætur. Vegna þoku gengum við ekki inn í Öskju þ. 29.07., heldur skoðuðum nágrenni Drekagils. Þ. 30.07. var gengið í rigningu og lágskýjuðu veðri frá Öskjuopi um Jónsskarð í Dyngjufell. Eftir það batnaði veðrið og þ. 01.08. var sól og blíða, eins og myndirnar sýna. Við gengum í Svartárkot og vorum sótt þangað. Þátttakendur voru alls 10, að fararstjóra meðtöldum. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.