- 23 stk.
- 17.07.2017
FFA efndi til gönguferðar á Almannaveginn helgina 15.-16. júlí 2017. Gengið var frá Herðubreiðarlindaveginum nærri Ystafelli, vestur um Fjallagjá hjá Vörðukambi. Þaðan var fylgt gömlu vörðulínunni norðan Veggjabungu vestur yfir Sveinagjá. Þá var gengið norður í skálann Fjallaborg og gist þar. Þann 16. var gengið vestur um Þrengslin norðan Búrfells og vestur yfir Búrfellshraun í Lúdentshæð. Gengin vegalengd um 47 km. Veður var hlýtt og stillt en lítils hátta rigning af og til. Þátttakendur voru alls 5, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.