- 14 stk.
- 19.06.2017
Miðvíkurfoss og Knarrarnes. Ekið að Miðvík sem er beint niður af Víkurskarði. Gengið þaðan niður með ánni, suður bakkann og niður í fjöru og svo eftir henni að tignarlegum fossi Miðvíkurfossi sem fellur hér fram af niður í fjöru. Aftur var farið upp og annar foss skoðaður sem er rétt ofar. Svo var ekið að Knarrarnesi. Knarrarnes sem er innarlega á austurströnd Eyjafjarðar, um það bil beint á móti Hörgárósum, þetta er lítið nes út í fjörðinn, Nesið er nærri mörkum Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps, um miðja vegu á milli bæjanna Garðsvíkur í Svalbarðsstrandarhreppi og Miðvíkur í Grýtubakkahreppi, Fyrrum besta þrautalending við Eyjafjörð. Sorgleg hrakningasaga Látrafeðga tengist Knarrarnesi og má lesa nánar hér. http://www.floraislands.is/Ritgerdir/Knarrarnes.pdf Mordýr hafa fundist þarna þau eru í hópi smádýra sem aðallega lifa í jarðvegi. Þau líkjast skordýrum, teljast til þeirra, hafa sex fætur eins og þau og tvo skynjara á framendanum. En mordýrin eru vænglaus og ýmis sérkenni þeirra tengja þau meira við krabbadýr en skordýr. Flestir aka fram hjá þessum stöðum en það er þess virði að gefa sér örlítinn tíma til að skoða þá. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.