- 12 stk.
- 24.04.2017
Lagt var af stað í björtu og ágætu veðri og ekið upp að sumarhúsinu Seli. Snjór var ekki mikill en sumstaðar vindbarið harðfenni og var farið upp nokkuð austan við Hausvörðu til að þurfa ekki að fara bratta skafla. Gott gangfæri var inn eftir fjallinu en sumsstaðar svellað. Þegar komið var á fjallshrygginn var að mestu mjúkt færi upp á hnjúkinn. Skyggni var sæmilegt en ekki sólskin.
Þáttakendur í ferðinni voru alls 6 og tók ferðin um 6 klst, fararstjóri var Grétar Grímsson.