- 18 stk.
- 04.02.2017
Mikil svellalög eru á göngustígunum í Kjarnaskógi en þegar búið er að setja á sig góða brodda er göngufæri gott. Milt og gott veður var. Fyrst var gengið upp í skálann Gamla og fengið sér nesti. Síðan var haldið inn í Hvammskóg og farið þar eftir stígum uns komið var að hjólastígnum. Sums staðar var snjórinn ansi djúpur en niður brekkurnar var þetta í lagi. Ferðin tók um þrjá tíma, Hin besta ferð en allt of fámenn. Myndir og fararstjórn Frímann Guðmundsson.