- 21 stk.
- 28.01.2017
Ystuvíkurfjall.
Gengið var frá bílastæðinu á Víkurskarði til norðurs eftir stikaðri leið aðeins upp í hlíðina til að komast fyrir gil. Göngufæri var gott í snjónum en þó var nauðsynlegt að vera í broddum því sums staðar var svell undir. Veður var hið besta, logn alveg þar til við komum á toppinn en ekki sá til fjalla nema til suðurs og austurs. Myndir Valur Magnússon og Frímann Guðmundsson sem var og fararstjóri.