- 22 stk.
- 03.04.2016
Ekið var að Hálsi í Köldukinn. Þaðan var gengið upp hálsinn og gegnum Gönguskörð. Þegar upp á hálsinn kom milli Hrafnstaðaaxlar og Staðarfjalls var skyggni ekkert, sást varla einn meter fram fyrir skíðin allt hvítt, þokan, slydduhríðin og snjórinn. Gengið var kílómetra eftir kílómetra út í óvissuna, aldrei að vita hvað var framundan bara treyst á GPS tækið að stefnan væri rétt. Eftir um tíu km. göngu í þessari hvítu veröld fór aðeins að rofa til. En þá fóru að koma gil með varasömun hengjum. Stoppað var á brún á einni hengjunni þar reyndust 20- 30 m. niður. Rétt þar fyrir neðan var gilið fyllt. Skömmu síðar renndi fararsjórinn sér niður saklausan halla en hvarf fram af einni hengjunni og lenti ekki fyrr en eftir flug í lausu lofti fimm metrum neðar í botninum á einni geilinni. Fremur var þetta harkaleg lending en hann er með þykkan haus og fékk bara smá blóðnasir. En allt fór þetta vel og allir ánægðir eftir eftirminnilega ferð. Fararstjóri Frímann Guðmundsson. Myndasmiðir Grétar Grímsson og Frímann.