- 12 stk.
- 01.01.2016
Að þessu sinni var lagt upp í nýársgönguna kl. 13 frá Strandgötu 23 og var genginn "Drottningarstígurinn" nýi frá miðbænum inn með Drottningarbrautinni og síðan farinn gamli Leiruvegurinn að vestustu brúnni þar sem snúið var við. Vegalengd var tæpir 12 km sem er lengsta nýársgangan til þessa enda var veður mjög gott. Tók gangan tæpa 3 tíma og voru Þáttakendur alls 9.
Fararstjóri var Grétar Grímsson, ljósmyndir: Ingvar Teitsson og Grétar Grímsson.