- 33 stk.
- 29.03.2014
Hamraborgin
Ekið var inn að Öngulstöðum og gengið þaðan í átt að Hausnum á Staðarbyggðafjalli. Göngufæri var gott harðfenni, en þegar upp í hlíðina kom var svo hart og hált að allir settu á sig brodda. Upp á Hausinn var á kafla það bratt að bæði þurfti að nota ísexi og línu, en allt gekk þetta nú. Smá stopp var gert við Hausinn en síðan haldið áfram og gengið alla leið á Hamraborgina án vandræða. Niðurferðin gekk vel en aftur þurfti að nota línuna niður af Hausnum. Veður var hið besta sjá myndir. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson