- 15 stk.
- 25.05.2009
Ekið var að Freyjulundi við Reistará og gengið þaðan upp norðan ár. Veður var stillt en skýað. Hægt var að fara á skíðin þegar komið var vel upp í hlíðina. Alltaf þyngdi í lofti og þegar tekið var kaffistopp fór að slydda og hríða. Ekki var langt eftir að brún Þorvaldsdals, nú var skyggni orðið ekkert og skall á okkur sannkallað hrakveður slydduhríð og brátt urðu allir holdvotir, var þá snúið við hið bráðasta og rennt sér niður úr veðrinu. Myndasmiður var Frímann Guðmundsson og fararstjóri Grétar Grímsson.