- 9 stk.
- 06.02.2025
Fjögurra daga ferð FFA þar sem gengið er frá Herðubreiðarlindum í Bræðrafell og dvalið þar í tvær nætur. Þaðan er svo gengið í Dreka og síðasta daginn er gengið að Öskju. Veðrið lék við þáttakendur sem nutu veðurblíðunnar, kyrrðarinnar og víðáttunnar á fjöllum í fjóra daga. Fararstjórar voru Fjóla K. Helgadóttir og Hjalti Jóhannesson og tóku þau jafnfram myndirnar.