- 6 stk.
- 01.05.2023
FFA hefur tekið þátt í Stóra plokkdeginum í samstarfi við Akureyrarbæ síðan 2019 að undanskildu covid-árinu 2020. Um 20 manns mættu hjá FFA 30. apríl kl. 10. Félaginu hafði verið úthlutað Krossanesborgum og umhverfi þeirra. Plokkun gekk vel og var árangurinn um 20 pokar. Um skipulag dagsins sá Ingvar Teitsson ásamt viðuburðanefnd FFA.