- 15 stk.
- 28.01.2017
Ferðafélagið hélt sína árlegu ferðakynninguí Verkmenntaskólanum á Akureyri 26. janúar. Frímann Guðmundson formaður ferðanefndar kynnti ferðir ársins í máli og myndum og er þar m.a. boðið upp á raðgöngur auk hefðbundinna ferða félagsins. Fyrirlesari á ferðakynningunni var Hjalti Jóhannesson sem sagði frá "Bræðrafellsævintýrinu" sem fjallaði um byggingu á nýjum gistiskála í Bræðrafell og því flókna verkefni að finna færa leið og fá leyfi til að flytja nýja skálann á staðinn og þann gamla til baka. Sýndar voru myndir af hinum erfiða flutningi um úfin hraun sem þurfti að framkvæma án tjóns fyrir umhverfið. Mæting var ágæt og að vanda boðið upp á kaffi og kökur ásamt vörukynningu útivistarverslana. Myndir tók Grétar Grímsson