- 26 stk.
- 24.01.2018
Ferðakynning ferðafélagsins fyrir árið 2018 var haldin 23. janúar í húsnæði VMA. Örn þór Emilsson kynnti ferðirnar í máli og myndum og að kynningu lokinni var boðið upp á kaffi og kleinur í hléinu. Erindi kvöldsins flutti Jón Snorri Sigurjónsson og sagði frá ævintýralegri ferð sinni á fjallið K2 sem er í Himalajafjöllunum. Lýsti hann þeim erfiðleikum sem þurfti að yfirstíga og sýndi áhrifaríkar myndir.
Myndir: Grétar Grímsson