- 14 stk.
- 07.04.2024
Góð aðsókn var að ferðakynningu FFA sem haldin var í VMA 4. apríl sl. Þar kynnti formaður FFA ferðir ársins og hreyfiverkefni. Fjóla Kristín formaður barna- og fjölskyldunefndar kynnti barna- og fjölskylduferðir ársins og að lokum fór Ragnhildur Jónsdóttir á kostum með kynningu sína á ferð á hæsta tind Suður-Ameríku. Afskaplega lífleg og skemmtileg kynning hjá henni og þökkum við henni kærlega fyrir að leyfa okkur að fá innsýn í þennan heim fjallgöngufólks.