- 6 stk.
- 15.04.2022
Ferðakynningin var vel sótt. Farið var yfir ferðir ársins 2022 þó svo nokkrar væru búnar. Alls eru á ferðaáætlun 48 ferðir. Í fyrsta skipti voru sérstakar barna og fjölskylduferðir kynntar en þær verða sjö á árinu. Í lok kynningarinnar var sagt frá væntanlegum hreyfihópum á árinu. Eftir kaffi hélt gestur kvöldsins, nýr forseti FÍ Anna Dóra Sæþórsdóttir fróðlegt innlegg um ferðalög á hálendinu og var vel látið af erindi hennar. Einnig voru nokkur fyrirtæki með kynningu á útivistarvörum. Myndirnar tók Grétar Grímsson.