- 10 stk.
- 12.12.2019
Fyrsta í aðventu bauð FFA upp á upplestur á bók Gunnars Gunnarssonar, Aðventu. Lesarar voru Guðlaug Ringsted, Pétur Halldórsson, Herdís A. Jónsdóttir og Ingvar Teitsson. Húsfyllir var í húsnæði FFA við Strandgötu og var góður rómur gerður að viðburðinum og ekki síst afar góðum upplestri lesaranna.
Í byrjun var Ingvar Teitsson með forvitnilegan inngang að sögunni og sögusviðinu auk þess sem hann hafði útbúið svolitla mynda- og kortasýningu sem sýnd var meðan á lestri stóð.